Nýbyggingar og viðhald
- Stálbyggingar ehf. annast uppsetningu stálgrindarhúsa, allt almennt og sérhæft viðhald þeirra ásamt því að veita viðskiptavinum ráðgjöf við val og hönnun stálgrindarbygginga.
- Stálbyggingar ehf. hafa jafnframt komið að endurgerð og endurbótum stálgrindarbygginga eftir fok- og brunatjón.
- Eins hefur fyrirtækið tekið að sér niðurtöku og endurbyggingu stálgrindarhúsa, t.d. skemmu Sindra í Borgartúni og Límtréshúss BYKO í Breidd.
- Það má því segja að verkefni fyrirtækisins séu fá takmörk sett og um að gera að leita ráðgjafar og álits sérfræðinga fyrirtækisins þegar kemur að stórum sem smáum byggingum.
